Afhverju þessar ísvélar?

  1. Mikil verðmæti —Vélarnar eru hannaðar þannig að þær nýta orkuna mjög vel, þær eru hagkvæmar í rekstri og eru mjög áreiðanlegar.    Vélarnar eru hannaðar til að vinna lengi án viðhalds.  Auðvelt er að sjá sparnaðinn við að framleiða ís þegar hans er þörf, frekar en að kaupa og geyma ís.
  2. Raunhæfar afkastatölur — Vélarnar eru smíðaðar miðað við aðstæður í suðrænum löndum, bæði vélakerfi og ísvélarnar eru hannaðar miðað við hita sem gerist á heitari svæðu.
  3. Viðhald og þjónusta— Vélarnar hafa verið framleiddar í yfir hálfa öld, en við hönnun vélanna hefur verið gengið út frá áreiðanleika og einfaldleika.  Vélarnar þurfa því lítið viðhald.  Gott aðgengi er að að öllum hlutum vélarinnar sem gerir viðhald auðvelt.
  4. Tvöfalt byrði á strokkum —Strokkarnir eru smíðaðir úr slitsterku T-304 rústfríu stáli.  Til þess að auka afköstin er vatn fryst bæði inn í strokkunum og utan á þeim.
  5. Staðlaðir varahlutir—Fyrir utan sjálfa strokkana þá eru um venjulega varahluti að ræða, svo sem rafmótara, segulloka, klukkur og þennsluloka.  Flest kæliverkstæði eiga því þessa varahluti á lager og ekki þörf á því að sérpanta dýra varahluti.  Þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur að eftir 5-10 ár fáist ekki varahlutir í ísvélarnar.
  6. Engir hreyfihlutir við strokkana— Engir hnífar, gírar, mótorar eða þéttingar sem geta eyðilagst eða lekið í kringum ísframleiðslu strokka.  Strokkarnir snúast ekki og ísinn er ekki skorinn beint af strokkunum.  Þetta dregur gríðarlega mikið úr viðhaldi vélarinnar.
  7. Einföld stjórnun— Ísvélarnar eru ekki útbúnar með flóknum rafeindarbúnaði til að stjórna vélinni.   Einfaldur stjórnbúnaður stjórnar því hvenær vélin frystir og hvenær hún bræðir af sér.   Það þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að kaupa dýrar stjórnstöðvar til að stjórna vélinni ef bilun kemur upp.
  8. Góð orkunýting og nýting á vatni— Vélarnar hringrása vatninu og nýta því vel þá kæliorku sem er komin í vatnið.  Þær nota því einnig minni orku en vélar sem  nýta sér ekki hringrásarvatn.
  9. Auðvelt að þrýfa vélarnar – Aðgengi er mjög gott að öllum hlutum ísvélanna og því er auðvelt að þrýfa þær.   Mjög auðvelt er að koma í veg fyrir örveruvöxt eða gerlagróður.
  10. Háar gæðakröfur — Vélarnar eru framleiddar í Ameríku undir ströngu gæðaeftirliti.  Vélarnar eru því hágæða amerískar ísvélar.
  11. Ekkert salt – Vélarnar nota ekkert salt til ísframleiðslunnar.  Það er því ekki þörf á óþarfa umstangi í kringum uppblöndun salts.
  12. Þekkt framleiðsla – Sambærilegar vélar hafa verið þekkustu ísframleiðsluvélar á Íslandi frá því í kringum 1980 og gengu þá undir nafninu “íslensku vélarnar”.  Þær vélar voru meðal annars byggðar á þessum vélum en síðan hafa amrísku vélarnar verið þróaðar áfram og  orðnar enn betri. Til dæmis hvað varðar þryf, rústfrítt efnisval, gæði ísins og vatnsdreifingu.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*