Skelísvélar

Íshúsið býður upp á skelísvélar sér framleiddar fyrir íslenskan markað með öllum helstu íhlutum sem uppfylla íslenkar kröfur og óskir um gæði. Vélarnar hafa fengið góðar viðtökur á Íslandi og góð reynsla er af vélunum á Íslandi.

Vélin notar ísframleiðslutromlu til ísframleiðslunnar.   Ísinn er framleiddur með því að úða vatni á kældan sívalningslaga flöt í tromlunni og myndast þá íslag á fletinum sem skafið er af með sérstökum snúníngshníf, sem fer hring eftir hring í ístromlunni.

Algengt er að slíkur ís sé framleiddur undirkældur, það er með hitastigi sem er undir 0°C og er með meiri orku til að mæta hitasveiflu í vörunni.

Vélarnar koma frá 1 tonni og upp í 40 tonn á sólarhring.

  • Ís framleiðslueiningin er loftkæld (vatnskælt er möguleiki)
  • Gírmótor og vatnsdæla eru hágæða
  • Ísskurðarblöð og kápa er gerð úr rústfríu stáli
  • Rammi um ísvél er úr stáli málað með ryðvarnar málningu
  • Vinnu með fersku vatni, er frekar hljóðlát og nýting.

Algengustu stærðir: